Til leigu fyrir austan

Bærinn Óseyri er staðsettur í botni Stöðvarfjarðar 4km frá þorpinu.

 Steinasafn Petru Sveinsdóttur er á Stöðvarfirði. Safnið hefur rækilega sett Stöðvarfjörð á kortið en safnið er einn vinsælasti ferðamannastaður Austurlands.
Saxa og Brekkan eru kaffi og veitingahús bæjarins auk þess sem gisting er í Söxu. Gallerí Snærós selur flottar myndir og muni. Salthúsmarkaðurinn þar sem Íslensk vönduð hönnun er seld á góðu verði.

Góð útisundlaug með heitum potti er opin yfir sumarið á Stöðvarfirði.
Stöðvarfjörður er fallegur lítill fjörður með mikið af skemmtilegum gönguleiðum merktum og ómerktum.  Bæði hægt að ganga til fjalla og í fjörum. 
Aldan er falleg sandfjara sem er við botn fjarðarins -beint fyrir framan Óseyri og er skemmtileg til að fá sér göngutúr á og draga að sér gott sjávarloft.  Smáfólkinu finnst líka frábært að hlaupa þar um og leika sér í sandinum.

Einbúinn er mikill klofinn steindrangi uppi í Janfardal. Þangað er búið að merkja gönguleið og það er þess virði að ganga upp í dalinn til að skoða hann.

Saxa er lítil klettavík rétt utan við fjörðinn í henni myndast mikil gost þegar vindurinn stendur af suðri og inn í hana.  Sjórinn þrýstist inn í einstaka vík í berginu og hendir sjó og þara tugi metra upp á land. 

Norðanverðu í firðinum er skógrækt og þar eru slóðar sem gaman er að labba eftir. Blæösp vex þar á stóru svæði og er þetta fyrsti staðurinn í Íslandi sem hún fannst


KIíktu á Stöðvarfjörð

Stöðvarfjörður - 3km-Óseyri-gisting

 Stöðvarfjörður

Steinasafn Petru Sveinsdóttur; ótrúlegt safn.

Óseyri - Gönguleiðir, Einbúinn

Einbúinn er vel þess virði að skoða.


Óseyri - 3km Kaffi Steinn

Saxa, gisting og veitingar


Höfnin á Stöðvarfiðir - Óseyri gisting

 Súlunar einhver formfegurstu fjallatindar landsins.

Óseyri Farm - Aldan, útivist

  Aldan er tilvalin til að fá sér göngutúr