Til leigu fyrir austan

Bærinn Óseyri er staðsettur á Austurlandi innst fyrir miðju Stöðvarfjarðar 4km frá þorpinu þar sem ýmis þjónusta og afþreing er.

 Steinasafn Petru Sveinsdóttur er á Stöðvarfirði. Safnið hefur rækilega sett Stöðvarfjörð á kortið en safnið er einn vinsælasti ferðamannastaður Austurlands.

Gallerí Snærós selur flottar myndir og muni. Salthúsmarkaðurinn þar sem Íslensk vönduð hönnun er seld á góðu verði og FISH FACTORY creative center ættu allir að kíkja í.

Það er tilvalið að velja sér einhverja af fjölmörgum skemmtilegum gönguleiðum hvort sem er til fjalla eða fjörum á Stöðvarfirði og skella sér svo í sund á eftir, en góð útisundlaug með heitum potti er opin yfir sumarið. 
 
Aldan er falleg sandfjara sem er við botn fjarðarins beint fyrir framan Óseyri og er skemmtileg til að fá sér göngutúr og draga að sér heilnæmt sjávarloft.  Smáfólkinu finnst líka frábært að hlaupa þar um og leika sér í sandinum.

Einbúinn er mikill klofinn steindrangi uppi í Janfardal. Þangað er búið að merkja gönguleið og það er þess virði að ganga upp í dalinn til að skoða hann.

Saxa er lítil klettavík rétt utan við fjörðinn í henni myndast mikil gost þegar vindurinn stendur af suðri og inn í hana.  Sjórinn þrýstist inn í einstaka vík í berginu og hendir sjó og þara tugi metra upp á land. 

Norðanverðu í firðinum er skógrækt og þar eru slóðar sem gaman er að labba eftir. Blæösp vex þar á stóru svæði og er þetta fyrsti staðurinn í Íslandi sem hún fannst


KIíktu á Stöðvarfjörð

Steinasafn Petru Sveinsdóttur; ótrúlegt safn.


Einbúinn er vel þess virði að skoða.


 Súlunar einhver formfegurstu fjallatindar landsins.